Gerði enn eina skrattahúfuna. þessi er handa litlunni minni og fær hún peysu í sömu litum. Það er bara verið að ganga frá henni, þannig að ég set inn mynd af henni í herlegheitunum þegar þetta verður allt tilbúið.


Gerði líka hosur. Þær passa við hvítu og bleiku skrattahúfuna sem ég gerði um daginn. Veit reyndar ekkert hvað ég ætla að gera við þetta.


1 ummæli:
Mjög flottir litir í skrattahúfunni. Mikið skil ég þig vel með brugðnu umferðina þegar prjónað er fram og til baka, hún er hrikalega leiðinleg! Síðast þegar ég var í svoleiðis verkefni skoðaði ég mismunandi aðferðir við brugðið og fann eina (heitir norsk aðferð minnir mig) sem mér fannst verða jafnari og fallegri en mín aðferð og jafnvel hraðvirkari.
Skrifa ummæli