13 apríl 2009

Byrja aftur ???

Jæja, á maður að virkja þetta blogg sitt aftur. Ætla allavega að prufa og sjá hvernig gengur. Ég byrjaði náttla að blogga á ensku, en ætla að sjá núna hver það verður sem les hvort ég breyti aftur yfir í enskuna.

En ég er búin að vera gera svona skrattahúfur og svo hosur núna undanfarið. Vinkona mín á von á stelpu þannig að hún fær svoleiðis handa henni og einnig kjól sem ég prjónaði. En hér er ein bleik og hvít húfa, á reyndar eftir að fela endana og gera band. Gerði líka fjólubláa úr svona sprengdu garni þannig að það eru svona smá litabrigði í henni.

Um daginn gerði ég líka kanínur sem ég þæfði. Þær eru á hillu sem er hjá stiganum hjá mér. Vantaði svo eitthvað til að standa þarna því það var svo tómlegt að hafa ekki neitt þarna. Þær koma bara ansi vel út þarna og eru ferlega sætar með sín stóru eyru. Maður er mjög fljótur að prjóna þær, þannig að þetta er sniðug svona "last minute gift".


Svo er ég að prjóna mér sjal líka, komin á dokku #3 af 6, þannig að það verður tilbúið fyrir aldarmót.... mikið agalega er leiðinlegt að gera sama munstrið aftur og aftur og aftur og aftur... en ég ætla að klára það því það er svo ferlega þægilegt að geta hent einhverju svona yfir axlirnar þegar manni er kalt.


3 ummæli:

Yarness sagði...

Flottar skrattahúfurnar! Mér finnst svo sniðugt að nota sprengt garn í þær, það gefur manni litafjölbreytni ÁN þess að þurfa að fela enda! ;)

Eygló sagði...

segðu, það ætti að finna upp að ferð þar sem engir endar yrðu þegar maður prjónar. Finnst alveg hrikalega leiðinlegt að fela enda....

Sonja sagði...

Það er hægt að prjóna endana með nýja garninu. Ég er viss um að það eru leiðbeiningar á netinu fyrir það.

Þetta eru flott mynstur. Kanínurnar eru æði.