20 apríl 2009

Vikufréttir

Jæja, Búin að vera svona ágætlega dugleg síðustu vikuna að prjóna. Reyndar búin að vera að flakka milli verkefna mikið.

Gerði enn eina skrattahúfuna. þessi er handa litlunni minni og fær hún peysu í sömu litum. Það er bara verið að ganga frá henni, þannig að ég set inn mynd af henni í herlegheitunum þegar þetta verður allt tilbúið.

Svo hef ég tekið nokkrar umferðir af sjalinu mínu, spurning hvenær ég verð búin með það. ég er rétt að verða hálfnuð.... Það verður kannski tilbúið áður en ég gifti mig aftur...

Gerði líka hosur. Þær passa við hvítu og bleiku skrattahúfuna sem ég gerði um daginn. Veit reyndar ekkert hvað ég ætla að gera við þetta.
Svo að lokum byrjaði ég á annarri peysu. Ég keypti um daginn fullt af uppskriftum á ebay, þetta eru allt eldgamlar uppskriftir og eru þær æðislegar. Ég byrjaði á peysu á ca 2ja ára og er hún frekar síð og bara með 3 hneppum efst. Hlakka mikið til að sjá hana tilbúna, en það tekur eflaust slatta tíma að prjóna hana. Hún er prjónuð fram og til baka og þetta eru ekki nema 253 lykkjur. Mér finnst alveg einstaklega leiðinlegt að prjóna brugðnu umferðina, en held að þetta verði alveg þess virði því ég er viss um að peysan verði asskoti flott.

1 ummæli:

Yarness Von Knittenborg sagði...

Mjög flottir litir í skrattahúfunni. Mikið skil ég þig vel með brugðnu umferðina þegar prjónað er fram og til baka, hún er hrikalega leiðinleg! Síðast þegar ég var í svoleiðis verkefni skoðaði ég mismunandi aðferðir við brugðið og fann eina (heitir norsk aðferð minnir mig) sem mér fannst verða jafnari og fallegri en mín aðferð og jafnvel hraðvirkari.