09 maí 2010

Nýtt blogg

Er komin með nýtt blogg...

http://iceknitter.wordpress.com

07 maí 2009

Enn fleiri merki. Þetta er stórhættulegur fjandi að byrja á þessu....

01 maí 2009

Fleiri merki.

Þetta finnst mér alveg ótrúlega gaman að setja saman. Var að gera nokkur í viðbót. á svo von á fleiri perlum í næstu viku þannig að þá koma fleiri útfærslur. Hlakka mikið til að fá þær.

Fjólublá plastmerki:
Hvítir Jade steinar með grænum litlum perlum:

Blá plastmerki:

28 apríl 2009

PrjónaMerki

Jamm, nú er komið nýtt æði, það er að búa til svona prjóna merki. Þetta er alveg ótrúlega gaman og er ég búin að sitja sveitt (eða næstum því) við að gera slatta af þeim. Ef ykkur vantar svona merki þá getið þið keypt svona hjá mér. Set hérna nokkrar myndir.


Jade steinn með bláum glerperlum:


Jade steinn með dökkum glerperlum:
Blár steinn með dökkum glerperlum:

Blár steinn með bláum glerperlum:

Marglitar plastperlur

Rauðar plastperlur með grænum litlum perlum:

Rauðar plastperlur með bleikum litlum perlum.

Grænar plastperlur með grænum litlum perlum.


Ég á til fleiri liti af plastperlunum þannig að ef einhver vill aðra liti þá er það ekkert mál. Var að spá í að selja plastperlurnar á 400 kr pakkann og hinar perlurnar á 600 kr pakkann og það eru 4 merki í hverjum pakka.

20 apríl 2009

Vikufréttir

Jæja, Búin að vera svona ágætlega dugleg síðustu vikuna að prjóna. Reyndar búin að vera að flakka milli verkefna mikið.

Gerði enn eina skrattahúfuna. þessi er handa litlunni minni og fær hún peysu í sömu litum. Það er bara verið að ganga frá henni, þannig að ég set inn mynd af henni í herlegheitunum þegar þetta verður allt tilbúið.

Svo hef ég tekið nokkrar umferðir af sjalinu mínu, spurning hvenær ég verð búin með það. ég er rétt að verða hálfnuð.... Það verður kannski tilbúið áður en ég gifti mig aftur...

Gerði líka hosur. Þær passa við hvítu og bleiku skrattahúfuna sem ég gerði um daginn. Veit reyndar ekkert hvað ég ætla að gera við þetta.
Svo að lokum byrjaði ég á annarri peysu. Ég keypti um daginn fullt af uppskriftum á ebay, þetta eru allt eldgamlar uppskriftir og eru þær æðislegar. Ég byrjaði á peysu á ca 2ja ára og er hún frekar síð og bara með 3 hneppum efst. Hlakka mikið til að sjá hana tilbúna, en það tekur eflaust slatta tíma að prjóna hana. Hún er prjónuð fram og til baka og þetta eru ekki nema 253 lykkjur. Mér finnst alveg einstaklega leiðinlegt að prjóna brugðnu umferðina, en held að þetta verði alveg þess virði því ég er viss um að peysan verði asskoti flott.

13 apríl 2009

Byrja aftur ???

Jæja, á maður að virkja þetta blogg sitt aftur. Ætla allavega að prufa og sjá hvernig gengur. Ég byrjaði náttla að blogga á ensku, en ætla að sjá núna hver það verður sem les hvort ég breyti aftur yfir í enskuna.

En ég er búin að vera gera svona skrattahúfur og svo hosur núna undanfarið. Vinkona mín á von á stelpu þannig að hún fær svoleiðis handa henni og einnig kjól sem ég prjónaði. En hér er ein bleik og hvít húfa, á reyndar eftir að fela endana og gera band. Gerði líka fjólubláa úr svona sprengdu garni þannig að það eru svona smá litabrigði í henni.

Um daginn gerði ég líka kanínur sem ég þæfði. Þær eru á hillu sem er hjá stiganum hjá mér. Vantaði svo eitthvað til að standa þarna því það var svo tómlegt að hafa ekki neitt þarna. Þær koma bara ansi vel út þarna og eru ferlega sætar með sín stóru eyru. Maður er mjög fljótur að prjóna þær, þannig að þetta er sniðug svona "last minute gift".


Svo er ég að prjóna mér sjal líka, komin á dokku #3 af 6, þannig að það verður tilbúið fyrir aldarmót.... mikið agalega er leiðinlegt að gera sama munstrið aftur og aftur og aftur og aftur... en ég ætla að klára það því það er svo ferlega þægilegt að geta hent einhverju svona yfir axlirnar þegar manni er kalt.


08 apríl 2008

Pics ?

Well, the internet connection is better now, so I hope I will be able to put some pics in with this post. The cardigan I'm making for my son is going ok, but it will take some time. I really have 2 cardigans going on now. One for my son Alexander and one for my baby gir Lína Rut. But yesterday I lost one stitch and it was one from the end, so I couldnt fix it myself so I started on the cardigan for Lína Rut in the meantime. My mom came and fixed it then for me. Where would I be without my mum ???

But here is a little preview of the green cardigan I'm making for Alexander. well it is a bit bigger now, about 6 more cm.

And here is a picture of the vest I made for my daughter Thelma Lind. She has red hair so these colors are just great for her. Will put a pic of her wearing it soon. She is very happy with it and can't wait for me to knit something more for her LOL.

And finally the sweater I made for my hubby to use on the ship. I really like how it turned out.









So now I just have to keep on knitting like crazy :o)